Umsagnarferli


Stýrihópur um heildstæða orkustefnu lagði 13. janúar fram drög að orkustefnu fyrir Ísland til almennrar umsagnar. Umsagnarferli stóð til og með 20. febrúar 2011. Umsagnarferlið var opið og voru allir sem láta sig málið varða hvattir til að senda inn umsókn.


Nánari upplýsingar um umsagnarferlið veitir Helga Barðadóttir, sérfræðingur í iðnaðarráðuneyti. Netfang Helgu er helga.bardadottir@idn.stjr.is, sími: 545-8500.Samráð vegna vinnu við orkustefnu.

Við vinnuna að orkustefnunni fékk stýrihópurinn marga gesti á vinnufundi sína til að ræða ýmis viðfangsefni sem voru á döfinni hverju sinni. Lista yfir gestina er að finna í viðauka B í Orkustefnuskjalinu.

Í maí 2010 voru frumdrög að orkustefnu send út til umsagnar. Þær umsagnir sem þá bárust má sjá hér á síðu stýrihópsins undir fyrra umsagnarferli.

Gengist var fyrir þremur opnum málþingum sem haldin voru í Öskju, húsi Háskóla Íslands:

  1. 25. febrúar 2010 um orkustefnu almennt.  Ávarp flutti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, og framsögu Vilhjálmur Þorsteinsson formaður stýrihóps.  Síðan gerðu fulltrúar þingflokka grein fyrir áherslum í orkumálum, þ.e. Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki, Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, Skúli Helgason, Samfylkingu, Svandís Svavarsdóttir, Vinstri hreyfingunni - grænu framboði, og Þór Saari, Hreyfingunni.
  2. 22. september 2010 um hvernig haga bæri afgjaldi af orkuauðlindum í eigu ríkisins.  Framsögu fluttu Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Vilhjálmur Þorsteinsson formaður stýrihóps, Friðrik Már Baldursson hagfræðingur, Ásgeir Margeirsson stjórnarformaður HS Orku og Sigurður Jóhannesson hagfræðingur.  Í pallborði tók þátt auk hinna fjögurra síðastnefndu Tryggvi Harðarson sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
  3. 26. nóvember 2010 um eignarhald og áhættutöku orkufyrirtækja.  Framsögu fluttu Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Brynhildur Davíðsdóttir dósent í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ, Gunnar Tryggvason ráðgjafi hjá KPMG og Einar Hope, prófessor emeritus við norska viðskiptaháskólann í Bergen. Fyrirlestrar frá málþinginu.